Ísland hefur lokið þátttöku á Evrópumeistaramóti U20 ára landsliða í B-deild. Ísland var rétt í þessu að tapa gegn Bretum í leik um 13. sæti á mótinu. Ísland hafnaði því í 14. sæti keppninnar en liðið lék í dag án Hauks Helga Pálssonar sem flutti sig norður til Svíþjóðar til þess að leika með A-landsliði Íslands á Norðurlandamótinu.
Lokatölur gegn Bretum í dag voru 71-83 Bretum í vil þar sem Ægir Þór Steinarsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með 21 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar. Næstur í röðinni var Tómas Heiðar Tómasson með 17 stig og Haukur Óskarsson gerði 9 stig og tók 2 fráköst.
Mynd/ Ægir Þór í leik með Fjölni gegn