Þá er komið að stóru stundinni. Íslenska A-landsliðið hefur leik í undankeppni EuroBasket 2015 í kvöld þegar liðið tekur á móti Bretum í Laugardalshöll. Leikurinn hefst kl. 19:00 og verður í beinni útsendingu á íþróttarás RÚV og síðari hálfleikur verður einnig sýndur á RÚV. Þetta er fyrsti leikur beggja liða í undankeppninni en með liðunum tveimur í riðli er einnig Bosnía.
Ísland og Bretland eigast við í kvöld og svo heldur íslenska liðið út og mætir Bosníumönnum ytra þann 17. ágúst, Bretum þann 20. ágúst og lokaleikur riðilsins fer fram 27. ágúst þegar Ísland og Bosnía mætast í Laugardalshöll.
Fjölmennum í Höllina í kvöld – ykkar stuðningur er mikilvægur!