spot_img
HomeFréttirÍsl erlendis: Randers vann Næstved örugglega

Ísl erlendis: Randers vann Næstved örugglega

20:32

{mosimage}

Pavel Ermolinskij skoraði 7 stig þegar lið hans La Palma (2-2) sigraði Caceres í spænsku LEB gull deildinni (B deild), 80-70. Pavel lék í 21 mínútu og tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Randers Cimbria (2-0) sem Helgi Freyr Margeirsson leikur með í dönsku úrvalsdeildinni tók á móti Geoff Kotila og lærisveinum hans í FOG Næstved og unnu öruggan sigur 82-64. Helgi sem er að stíga upp úr meiðslum lék í 16 mínútur og skoraði 3 stig.

Egill Jónasson og félagar í Horsens IC (0-2) heimsóttu bikarmeistara Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni á laugardag og töpuðu 95-87. Egill lék í 3 mínútur og skoraði 3 stig og tók 1 frákast.

Lárus Jónsson á enn við meiðsli að stríða og lék því ekki með liði sínu SISU Cph (1-1) í dag þegar það sigraði Hørsholm 79ers í dönsku úrvalsdeildinni 70-68. Liðið mætti Holbæk í bikarnum í vikunni og sigraði 98-88 og mætir BK Skjold Stevensgade í næstu umferð.

Hallgrímur Brynjólfsson skoraði 19 stig fyrir Odense (1-2) sem heimsótti Herlev í dönsku 1. deildinn og steinlá, 94-66.

Guðni Valentínusson lék ekki með ABF (2-1) þegar liðið lagið Jonstrup örugglega að velli í dönsku 1. deildinni 94-62 en hann og átti góðan leik í vikunni gegn Svendborg Rabbits í bikarnum þegar ABF tapaði 73-100 á heimavelli, Guðni skoraði 11 stig.

Høbas (2-1) sem Hinrik Gunnarsson leikur með tapaði á heimavelli í dönsku 1. deildinni gegn Falcon, 70-77. Liðið tók í vikunni á móti úrvalsdeildarliði BK Amager í bikarnum en Amager er þjálfað af Jesper Sörensen sem lék með KR. Amagermenn unnu örugglega 133-79 og skoraði Hinrik 4 stig.

Horsens BC (2-1) tók á móti Lundegaard í dönsku 2. deildinni og unnu 94-90 eftir að hafa leitt örugglega lengstum. Sigurður Einarsson skoraði 28 stig en Halldór Karlsson 11.

Brønshøj (2-1), lið þeirra Grétars Guðmundssonar og Gylfa Björnssonar tók á móti Fun Raisers í dönsku 2. deildinni og sigruðu 84-67. Hvorki Grétar né Gylfi léku með. Liðið tók á móti úrvalsdeildarliði Roskilde í bikarnum í vikunni og steinlá 53-98 og skoraði Gylfi 17 stig en Gylfi lék ekki með.

Kristín Rós Kjartansdóttir og stöllur hennar í AUS (1-1) lögðu Åbyhøj 2 á útivelli 50-43. Kristín Rós skoraði 2 stig í leiknum.

Sveinn Pálmar Einarsson lék sinn fyrsta leik með AUS 2 (0-1) í dönsku 3. deildinni þegar liðið heimsótti BMI. BMI sigraði örugglega 102-68 eftir að hafa leitt með 10 stigum í hálfleik. Sveinn skoraði 6 stig á 7 mínútum.

Odense 2 (1-1) sem þeir Steinar Páll Magnússon og Ágúst Ingi Ágústsson leika með heimsótti Haderslev um helgina í dönsku 3. deildinni og tapaði 78-67. [email protected]

Mynd: Sigurður Einarsson

Fréttir
- Auglýsing -