Tveir leikir fóru fram í 8 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Í Boston komust heimamenn í Celtics í kjörstöðu í einvígi sínu gegn Washington Wizards, 2-0. Sigruðu því báða fyrstu heimaleiki sína í seríunni, sem nú flytur sig til höfuðborgarinnar í næstu tvo leiki. Leikurinn í nótt einkar spennandi, þar sem að heimamenn náðu ekki að slíta sig frá gestunum fyrr en á lokamínútu framlengingar.
imagine how unstoppable isaiah would be in a 6' and under league
— Shea Serrano (@SheaSerrano) May 3, 2017
— Kobe Bryant (@kobebryant) May 3, 2017
Isaiah Thomas gjörsamlega frábær fyrir Boston í leiknum, skoraði 53 stig, tók 4 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 4 boltum á þeim 44 mínútum sem hann spilaði. Fyrir gestina var það John Wll sem dróg vagninn með 40 stigum og 13 stoðsendingum, en þetta er í fyrsta skipti sem að leikmenn úr sitthvoru liði skora yfir 40 stig í leik í úrslitakeppninni síðan að Kevin Durant og Dirk Nowitzki gerðu það í leik Dallas Mvericks og Oklahoma City Thunder árið 2011. Enn frekar eru 53 stig Thomas þau flestu síðan að Allen Iverson setti 55 fyrir Philadelphia 76ers árið 2003.
Í Oakland sigruðu heimamenn í Golden State Warriors fyrsta leik einvígis síns gegn Utah Jazz. Mikill liðssigur fyrir Warriors þar sem að 6 leikmenn þeirra skoruðu 9 stig eða fleiri í leiknum. Stephen Curry þó atkvæðamestur þeirra með 22 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar.
Washington Wizards 119 – 129 Boston Celtics
Celtics leiða einvígið 2-0
Utah Jazz 94 – 106 Golden State Warriors
Warriors leiða einvígið 1-0