spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÍsabella til Grikklands

Ísabella til Grikklands

Landsliðskonan Ísabella Ósk Sigurðardóttir hefur söðlað um og samið við Panseraikos í Grikklandi eftir stutta dvöl hjá Zardar Plus í Króatíu.

Ísabella samdi við Zardar Plus í sumar, en skv. heimildum mbl.is stóð félagið ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Ísabellu og ákvað hún því að yfirgefa herbúðir félagsins.

Ísabella sem er 25 ára gömul er uppalin hjá Breiðabliki, en lék með Njarðvík á síðasta tímabili.

Fréttir
- Auglýsing -