ÍR-ingar hafa ráðið Terry Leake til sín fyrir komandi tímabil í Domino´s deild karla. Leake lék með Delta State í annarri deild NCAA háskólaboltans þar sem hann var með 17,1 stig og 8,3 fráköst að meðaltali í leik í fyrravetur.
Leake leikur stöður 3-4 á vellinum, framherji/kraftframherji og þykir bæði kraftmikill og fjölhæfur leikmaður.