Kristján Fannar Ingólfsson hefur samið við Bónus deildar lið ÍR til næstu tveggja ára.
Kristján er að upplagi úr Keflavík, en hefur síðustu ár leikið fyrir Stjörnuna í Garðabæ, þar sem hann varð Íslandsmeistari nú í vor. Þá hefur hann einnig verið lykilleikmaður í öllum yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.
„Við erum að fá inn leikmann sem er ungur, hungraður og með gríðarlegt potential. Kristján hefur sýnt að hann er tilbúinn í næsta skref og við teljum hann eiga framtíðina fyrir sér í efstu deild. Hann passar fullkomlega í það sem við erum að byggja hér. Ungur, metnaðarfullur og óhræddur við að taka ábyrgð. Ég er mjög spenntur að fá að vinna með honum“ segir Borche Ilievski, þjálfari ÍR, í fréttatilkynningu.