spot_img
HomeFréttirÍR-ingar verða fyrir miklum missi: Sveinbjörn ekki meira með

ÍR-ingar verða fyrir miklum missi: Sveinbjörn ekki meira með

Sveinbjörn Claessen fyrirliði körfuknattleiksliðs ÍR mun ekki leika meira með liðinu á þessu tímabili vegna meiðsla. Komið hefur í ljós að krossband í hægra hné Sveinbjörns slitnaði í leik á móti Grindvíkingum.
 
 Fyrir tveimur árum lenti Sveinbjörn í sömu meiðslum á vinstra hné og var frá æfingum allt það tímabil og missti einnig af stórum hluta síðasta keppnistímabils.
 
,,Það er hverjum íþróttamanni erfitt, sem ætlar sér langt, að upplifa slík meiðsli, hvað þá í tvígang á skömmum tíma. Það þarf ekki að hafa mörg orð um hversu erfitt verður að fylla skarð Sveinbjörns í ÍR-liðinu en hann er mikill íþróttamaður og mun koma síðar til leiks, enn sterkari. Hans verður sárt saknað í vetur,“ segir í tilkynningu frá KKD ÍR.
Fréttir
- Auglýsing -