spot_img
HomeFréttirÍR ingar semja við erlenda leikmenn

ÍR ingar semja við erlenda leikmenn

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur gert samninga við tvo bandaríska leikmenn um að leik með liðinu næsta vetur. Þeir heita Andrew Brown og Brandon Bush.

 
Brown þessi er bakvörður sem getur bæði leikið stöðu skotbakvarðar og leikstjórnanda. Hann kemur frá háskólaliðinu Lafayette þar sem hann lék við góðan orðstír. Bush er hinsvegar framherji sem lék með Texas State þar sem hann var mikill leiðtogi hvað varðar stigaskor og fráköst.

Í tilkynningu frá ÍR ingum segja þeir að eins og alltaf þegar er von á góðum gestum í íslenskan körfubolta voni þeir að þessir leikmenn geti hjálpað liðinu mikið á komandi vetri.

[email protected]

 
 
Mynd: www.ajhoop.com / Andrew Brown til hægri ásamt Jimmy Bartolotta
Fréttir
- Auglýsing -