spot_img
HomeFréttirÍR-ingar semja ekki við Brandon Bush

ÍR-ingar semja ekki við Brandon Bush

 
Brandon Bush hefur yfirgefið herbúðir ÍR-inga en félagið ákvað að semja ekki við leikmanninn og því er hann annar í röðinni í Seljaskóla til að fá reisupassann en áður höfðu ÍR-ingar ákveðið að semja ekki við Andrew Brown sem kom til reynslu.
James Bartolotta er þegar kominn til liðsins en hann sannaði sig á síðasta tímabili sem einn af sterkari leikmönnum úrvalsdeildarinnar og fyrir er Nemanja Sovic hjá liðinu. Hvort annar erlendur leikmaður bætist í hópinn skal ósagt látið en ÍR-ingar munu vera að meta stöðuna um þessar mundir.
 
Mynd/ Tomasz Kolodziejski Bush í leik með ÍR í Reykjavíkurmótinu.
 
Fréttir
- Auglýsing -