Helgi Magnússon hefur samið við Grindavík um að vera aðstoðarþjálfari með Jóhanni Þór Ólafssyni á komandi tímabili í Bónus deild karla.
Helgi hefur að baki gífurlega farsælan feril sem leikmaður með KR og landsliði Íslands, en þá var hann einnig þjálfari hjá KR fyrir tveimur tímabilum.
Helgi inn í þjálfarateymi Grindavíkur í stað Jóhanns Árna Ólafssonar, en félagið þakkar honum gott starf í tilkynningu.