spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaIngvi Þór á leiðinni til Íslands

Ingvi Þór á leiðinni til Íslands

Sagt var frá því fyrr í mánuðinum að bakvörðurinn Ingvi Þór Guðmundsson hefði yfirgefið lið sitt í þýsku Pro B deildinni, Dresden Titans.

Hefur leikmaðurinn verið með bróðir sínum Jóni Axeli Guðmundssyni við æfingar hjá Bundesliguliði Fraport Skyliners. Í samtali við Körfuna fyrr í dag staðfesti Ingvi Þór að hann væri að öllum líkindum á leiðinni í Dominos deildina á Íslandi.

Allan sinn feril hefur hann leikið með uppeldisfélagi sínu í Grindavík. Hann segir það alveg koma til greina að hann fari aftur þangað, en það sé þó alls ekki öruggt.

Ingvi hefur leikið stórt hlutverk í liði Grindavíkur síðustu ár. Á síðustu leiktíð var hann með 14 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik í Dominos deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -