spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaIngvi Rafn verður áfram á Akureyri

Ingvi Rafn verður áfram á Akureyri

Þór Akureyri hefur staðfest að Ingvi Rafn Ingvarsson muni leika áfram með félaginu á næstu leiktíð. Ingvi skrifaði undir nýjan samning við Akureyrarliðið í kvöld og leikur því með liðinu í 1. deild karla á komandi leiktíð. Þetta var tilkynnt á heimasíðu Þórs Ak í kvöld. 

 

Ingvi sem var algjör lykilleikmaður í liði Þórs Ak í Dominos deildinni á síðustu leiktíð var með 14,7 stig, 4 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ungt lið Þórs Akureyri féll úr Dominos deildinni á nýliðinni leiktíð en liðið endaði í 11. sæti deildarinnar. 

 

Akureyringarnir Baldur Örn Jóhannesson og Júlíus Orri Ágústsson skrifuðu einnig undir samning við liðið við sama tækifæri og þá mun Kolbeinn Fannar Gíslason einnig gera það á næstu dögum. Lárus Jónsson tók við þjálfun hjá liði Þórs í sumar af Hjalta Þór Vilhjálmssyni. 

 

Á heimasíðu Þórs segir Lárus um undirskrift kvöldsins: ,,Þa? er mjög mikilvægt fyrir Þór a? Ingvi hafi ákve?i? a? taka slaginn me? okkur, sérstaklega þar sem fyrsta deildin ver?ur mjög sterk og flest li? me? þrjá erlenda leikmenn. Me? Ingva og Pálma sem lei?toga li?sins náum vi? a? halda svipu?um kjarna og í fyrra. Ingvi býr yfir ákve?nu drápse?li, sem erfitt er a? kenna leikmönnum og svo er mjög gott spil í kringum hann. Júlíus, Baldur og Kolbeinn e?a skytturnar þrjár eins og ég kýs a? kalla þá hafa allir æft vel í sumar. Júlíus me? U18 landsli?inu og hinir tveir rifi? í ló?in, bá?ir hungra?ir ì a? komast í U18 næsta sumar“ sagði Lárus og bætti við ,,Svo er sérstaklega ánægjulegt a? þeir skuli hafa ákve?i? a? skrifa undir á brú?kaupsdaginn minn“. 
 

Fréttir
- Auglýsing -