Jón Guðmundsson, þjálfari U18 ára landsliðs stúlkna, hefur óskað eftir að losna undan samningi sem þjálfari U18 stúlkna vegna breytinga og anna í vinnu og hefur KKÍ orðið við þeirri beiðni. Jón hefur verið með liðið í tvö ár, en hann gerði liðið að Norðurlandameisturum U16 stúlkna fyrir tveim árum.
Ingi Þór Steinþórsson hefur tekið við af Jóni og mun fylgja liðinu á NM og EM á næsta ári. Bylgja Sverrisdóttir verður áfram aðstoðarþjálfari liðsins og mun liðið koma saman og æfa fyrir jólin líkt og öll hin yngri landsliðin.
www.kki.is greinir frá