Ingi Þór Steinþórsson þjálfari karlaliðs Snæfells var í dag dæmdur í eins leiks bann fyrir brottrekstur sem hann fékk í leik gegn Keflavík á dögunum. Ingi Þór var sendur í sturtu í umræddum leik fyrir að hafa fengið 2 tæknivillur eftir að hafa látið dómara leiksins "heyra það". Bannið tekur gildi hádegi á fimmtudag.