spot_img
HomeFréttirIgor Beljanski genginn til liðs við Skallagrím

Igor Beljanski genginn til liðs við Skallagrím

15:01

{mosimage}

Skallagrímsmenn hafa nú gengið frá samning við Igor Beljanski um að leika með liðinu ásamt því að taka við þjálfun þess. Igor mætir að öllum líkindum til landsins á þriðjudag og tekur strax við liðinu en leit að leikstjórnanda heldur áfram.

Igor ætti að vera öllum íslenskum körfuknattleiksunnendum kunnur en hann hefur leikið með Snæfell, Njarðvík, Grindavík og Breiðablik hér á landi en Breiðablik sagði upp samning við hann í haust og hefur hann verið án samnings síðan.

Skallagrímsmönnum veitur ekki af styrk inn í teiginn nú þegar Þorsteinn Gunnlaugsson er hættur en eins og fyrr segir þá leita þeir enn að leikstjórnanda.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -