11:00
{mosimage}
(Ifeoma var valin besti leikmaður Stjörnuleiksins fyrir skemmstu)
Spennan magnast nú fyrir bikarúrslitaleikina í Laugardalshöll sem fara fram á morgun. Karfan.is tók Ifeomu Okonkwo tali en hún hefur gert 21,4 stig að meðaltali í leik með Haukum í vetur og þarf á laugardag að skila sínu besta ætli Haukar sér að verða bikarmeistarar.
,,Fyrri leikir liðanna í vetur skipta ekki máli á morgun. Við dveljum ekki við liðna leiki. Bæði lið eru klár í slaginn á laugardag og bæði lið hafa mikla hæfileika í sínum röðum. Það sem mun skipta sköpum í leiknum er sigurviljinn,” sagði Ifeoma.
,,Ég á von á góðum körfuboltaleik á laugardag og ég trúi því að við í Haukum munum verða bikarmeistarar.”