Falur Harðarson þjálfari Keflavíkur var gríðarlega sáttur með sigurinn í kvöld þrátt fyrir smá slen í byrjun leiks. "Já ég er sáttur með 2 stig eftir kvöldið. En við vorum hrikarlega daufar framan af leik." sagði Falur við Karfan.is eftir leik.
"Ég var ánægður hinsvegar með að við hristum af okkur slenið og náðum að koma með gott áhlaup í öðrum leikhluta sem lagði góðan grunn að sigrinum. Svo áttum við aftur frábært áhlaup í seinni hálfleik sem má segja að hafi klárað þennan leik fyrir okkur. Snæfell sótti svo fast að okkur í síðasta leikhlutanum en við höldum haus og það er gaman að sjá liðið gera það. Ungu stelpurnar voru að skila góðu framlagi í kvöld. Þær eru að þroskast og læra með hverjum leik. Þær eru hægt og bítandi að læra að þetta er allt annað en að spila með yngriflokkum." sagði Falur Harðarson þjálfari Keflvíkinga.