spot_img
HomeFréttiriFalur: Alltaf vel hlaðinn

iFalur: Alltaf vel hlaðinn

Tæknin þvælist sjaldan fyrir körfuknattleiksfólki hérlendis, hreyfingin er brautryðjandi í beinum útsendingum á netinu, Basket Hotel hjá KKÍ svo eitthvað sé nefnt og nú nýjasta nýtt í þjálfarafræðunum, iPad. Torfi Magnússon náði mynd af Fal Harðarsyni á dögunum leggja á ráðin með sínum leikmönnum í Keflavík og notaðist þar við forláta iPad.
,,Svo er ég með ,,app“ í þessu sem er svona þjálfaraspjald,“ sagði Falur við Karfan.is í dag þegar við heyrðum í tæknilegasta þjálfara deildarinnar. iPad græjan var gjöf frá eiginkonu hans, Margréti Sturlaugsdóttur en við inntum Fal eftir því hvort hann hefði einhvern tíman orðið rafmagnslaus í leik með græjuna?
 
,,Nei nei, hann er alltaf vel hlaðinn enda ný græja og maður passar sig að hafa þetta í lagi.“
 
Karfan.is spáir því að Falur Harðarson sé nýjasti ,,trend-setter“ deildarinnar og að áður en leiktíðin verði úti hafi kollegar hans margir hverjir tekið upp iPad-notkun í stað gömlu leikspjaldanna.
 
Mynd/ Torfi Magnússon: iFalur leggur hér á ráðin með Keflavík
Fréttir
- Auglýsing -