spot_img
HomeFréttirIE deild kvenna: 7. sæti - Fjölnir

IE deild kvenna: 7. sæti – Fjölnir

9:30

{mosimage}

Þá er komið að því að kynna spá okkar fyrir Iceland Express deild kvenna. Líkt og með Iceland Express deild karla og 1. deild karla höfum við sett saman okkar spá og munum kynna liðin í þeirri röð sem þeim var spáð, byrjum neðan frá.

 

Iceland Express deild kvenna hefst á morgun laugardag með þremur leikjum. Í Keflavík taka heimastúlkur á móti nýliðum Fjölnis, í Grindavík verða Hamarsstúlkur í heimsókn og á Ásvöllum taka Íslandsmeistarar Hauka á móti KR. 

En hér kemur fyrsta liðið í spá okkar, liðið sem verður í sjöunda sæti er lið nýliða Fjölnis. Ekki eru mörg ár síðan Fjölnir stofnaði meistaraflokk kvenna og nú er liðið komið í efstu deild, sannarlega glæsilegur árangur. 

Lið Fjölnis er að stóru leiti byggt upp á ungum stúlkum úr Grafarvoginum sem hafa verið að láta til sína taka í yngri flokkunum og yngri landsliðunum. En inn á milli eru stelpur úr öðrum liðum sem hafa reynslu. Þá hefur liðið einn erlendan leikmann, Slavica Dimovska sem er makedónskur landsliðsmaður. 

Eins og fyrr segir eru Fjölnisstúlkur nýliðar í deildinni en þær sigruðu í 2. deild síðasta ár. Það verður forvitnilegt að fylgjast með þeim í vetur en reikna má með að á brattann verði að sækja. 

Nemanja Sovic þjálfari liðsins svaraði spurningum okkar á karfan.is 

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?:

Hrund Jóhannsdóttir 

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?

Liðið er mjög jafnt en þeir íslensku leikmenn sem munu hafa mest áhrif á gang liðsins eru þeir leikmenn sem hafa reynslu í efstu deild en aðeins 4 leikmenn liðsins hafa spilað í efstu deild. 

Er liðið með erlendan leikmann?

Ef svo hverja þá og hverslenskir? Slavica Dimovska frá Makedóníu

 

Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?

 

Alls ekki, æfingar fóru mjög seint af stað og liðið er langt á eftir öðrum liðum í undirbúningi.

Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?

Erfitt að segja til um, hentar liðinu samt best að spila óagað.

Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?

Halda sætinu í efstu deild.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?

Fjölnir 

Hvaða lið vinnur deildina?

Keflavík  

Hvernig sérð þú deildina fyrir þér í framtíðinni?

Í ár verður hún jafnari en oft áður en erfitt er að segja til um framtíðina þar sem útlendingamál

í kvennaboltanum skipta gríðarlegu máli.

Ertu sáttur við leikjafyrirkomulagið eins og það er í vetur?

Flott, gaman að fá að spila fleiri leiki.

Komnar:

Slavica Dimovska frá Grikklandi, Hrund Jóhannsdóttir frá Þýskalandi

Leikmannalisti

Aðalheiður Óladóttir

Bergdís Ragnarsdóttir

Birna Eiríksdóttir

Brynja Björk Arnardóttir

Edda Lína Camilla Gunnarsdóttir

Efemía Sigurbjörnsdóttir

Erla Sif Kristinsdóttir

Erna María Sveinsdóttir

Eva María Emilsdóttir

Gréta María Grétarsdóttir

Hrafnhildur Margrét Jóhannesdóttir

Hrund Jóhannsdóttir

Slavica Dimovska

Telma Jónsdóttir

 

[email protected]

 

Mynd: [email protected]

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -