spot_img
HomeFréttirIE deild karla: 7. sæti - ÍR

IE deild karla: 7. sæti – ÍR

14:30

{mosimage}

Það verður hlutverk bikarmeistara ÍR að lenda í 7. sæti  líkt og í fyrra.

 

Liðið hefur lítið breyst frá í fyrra, fengið Þorstein Húnfjörð í stað Fannars Helgasonar og skipt út erlendu leikmönnunum. 

Liðið ætti því að þekkjast vel og ef menn eins og Hreggviður Magnússon haldast heilir eru liðinu allir vegir færir. Margir hafa lengi rætt um að íslenski kjarninn í ÍR sé einn sá besti á landinu og það er spurning hvort hann nær að blómstra núna. 

{mosimage}

(Þorsteinn Húnfjörð er einn nýrra leikmanna ÍR)

ÍR ingar léku vel í Valsmótinu þar sem þeir voru nálægt því að komast í úrslitaleikinn, þeir töpuðu svo fyrir KR í úrslitaleik Reykajvíkurmótsins. 

En hér koma svo spurningar okkar og svör Jóns Arnars Ingvarssonar þjálfara ÍR.

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?

Það hafa nokkrir burði til þess. Væri ekki rétt hjá mér að spá til um það.

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?

Öllum

Er liðið með erlendan leikmann? Ef svo hverja þá og hverslenskir?

Sonny Troutman bandarískur og Marko Palada króatískur.

Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?

Já, hann hefur verið góður

Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?

Hraður og fjölbreyttur leikur

Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?

Vera eitt af fjórum efstu, og vera í stöðu til að keppa um titla?

Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?

ÍR

Hvaða lið vinnur deildina?

ÍR

Komnir
Þorsteinn Húnfjörð, Marko Palada og Sonny Troutman

Farnir
Fannar Helgason, Keith Vassel, Nate Brown, Trausti Stefánsson

Leikmannalisti:

Eiríkur Önundarson

Ólafur Sigurðsson

Davíð Fritzson

Haukur Gunnarsson

Sveinbjörn Cleassen

Steinar Arason

Ólafur Þórisson

Sonny Troutman

Elvar Guðmundsson

Hreggviður Magnússon

Ómar Sævarsson

Þorsteinn Húnfjörð

Ásgeir Hlöðversson

Marko Palada

Jakob Egilsson 

[email protected]

Mynd af ÍR: www.karfan.is

Mynd af Eiríki Önundarsyni: Gunnar Freyr Steinsson

Fréttir
- Auglýsing -