spot_img
HomeFréttirIceland Express-deild karla hefst á fimmtudag

Iceland Express-deild karla hefst á fimmtudag

23:15

{mosimage}
(Njarðvík hefur titilvörnina í Seljaskóla)

Iceland Express-deild karla hefst á morgun með fjórum leikjum. Opnunarleikur Íslandsmótsins verður í Keflavík þegar Skallagrímur kemur í heimsókn. Aðrir leikir eru Haukar-Tindastóll á Ásvöllum, Fjölnir-Grindvík á Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi og ÍR tekur á móti Njarðvík í Seljaskóla.

1. umferð klárast á föstudagskvöld með tveimur stórleikjum en þá fær KR Snæfell í heimsókn í DHL-Höllina og Hamar/Selfoss fer til Þorlákshafnar og etur kappi við heimamenn í Þór.

Allir leikirnir hefjast kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -