spot_img
HomeFréttirIbaka úr leik

Ibaka úr leik

 Sergei Ibaka er úr leik hjá Oklahoma City Thunder eftir að hafa slasað sig á kálfa í einvíginu gegn LA Clippers. Ibaka slasaðist í þriðja leikhluta í síðasta leiknum gegn Clippers. Óhætt er að segja að þetta eru gríðarlegt áfall fyrir lið Thunder sem mun slást við SA Spurs í úrslitum vesturdeildarinnar.  Ibaka var að skila 12 stigum, 7 fráköstum og 2 vörðum skotum í þeim 13 leikjum sem Thunder hefur spilað núna í úrslitakeppninni.  Þeir munu líkast til sakna Ibaka mest á varnarendanum þar sem hann var með flest varin skot í deildinni þetta árið. 
 
Spurs og Thunder hefja leik á mánudag og fer fyrsti leikurinn fram í San Antonio. 
Fréttir
- Auglýsing -