ÍA tryggði sig upp í Bónus deildina með sigri gegn Fjölni í Laugardalshöll, 97-106.
Með sigrinum tryggði ÍA efsta sætið í fyrstu deildinni og fara þeir því beint upp á meðan liðin sem enda í 2. til 9. sæti munu bítast um hinn farmiðann upp í úrslitakeppni.
Nokkuð er síðan ÍA var síðast í efstu deild, en það var tímabilið 1999-2000.