{mosimage}
U 20 ára landsliðið er í góðu yfirlæti í Portúgal. Hótelið er fínt og maturinn góður. Leikstaðurinn er ekki af verri endanum, tvær samliggjandi hallir í Lissabon rétt við hliðina á 60 þúsund sæta fótboltavelli Benfica knattspyrnuliðsins. Minni höllin tekur 2000 manns í sæti en sú stærri 2500.
Mótið er í beinni útsendingu á netinu í gegnum heimasíðu FIBAEurope, bein tenging á heimasíðu mótsins. Á þessum síðum verða leikirnir uppfærðir í textaformi á nokkurra sekúndna fresti og er gaman að fylgjast með leikjunum þar.
Adolf Hannesson frá Borgarnesi er ekki bara að spila í fyrsta sinn í íslenska landsliðsbúningnum heldur er hann að fara í sínu fyrstu utanlandsferð og náði ljósmyndari ferðarinnar mynd af hans fyrsta körfuboltaskoti á erlendri grundu.
Frétt af www.kki.is