spot_img
HomeFréttirHyrnan við bak Skallagrímsmanna

Hyrnan við bak Skallagrímsmanna

 
Fyrir leik mfl. Skallagríms og Breiðabliks í 1. deild karla föstudaginn 29. október var skrifað undir samstarfs- og styrktarsamning milli körfuknattleiksdeildar Skallagríms og Hyrnunnar. Samkaup var stór styrktaraðili deildarinnar í mörg ár og nú hefur Hyrnan tekið við sem einn af aðalstyrktaraðilum. www.skallagrimur.is greinir frá.
 
Merki Hyrnunnar er á öllum búningum iðkenda. Þá gefur Hyrnan þremur heppnum áhorfendum kost á að vinna sér inn 5000 kr. Inneign í Hyrnunni á öllum heimaleikjum hjá mfl. karla með svokölluðu Hyrnuskoti. Samningurinn er til þriggja ára.
 
Undirskriftin fór vel í leikmenn Skallagríms því þeir skelltu Blikum með 10 stigum.
 
Á myndinni má sjá Fal Harðarson frá Samkaup, Finn Jónsson verkefnisstjóra hjá körfunni, leikmenn Skallagríms þá Davíð Guðmundsson og Birgi Þór Sverrisson og Sigurð Guðmundsson frá Hyrnunni. Undir samninginn rita þau Helga Halldórsdóttir frá körfuknattleiksdeild Skallagríms og Brynjar Steinarsson f.h. Samkaupa/Hyrnunnar.
 
Fréttir
- Auglýsing -