Íslandsmeistarar KR tilkynntu það í lok síðasta tímabils að þeir ætluðu sér að taka þátt í FIBA Europe Cup á komandi tímabili, en ekkert lið frá Íslandi hefur tekið þátt síðan að þeir tóku þátt í evrópukeppni félagsliða árið 2008.
Á morgun verður dregið í undankeppni mótsins í Munchen í Þýskalandi, en fyrsta umferð mun fara fram þann 20. september og 27. september næstkomandi.
Nokkur lið eru í pottinum fyrir dráttinn á morgun, en þau lið sem að KR getur dregist gegn eru:
Belfius Mons-Hainaut – Belgíu
BC Rilski Sportist – Búlgaríu
BK Pardubice – Tékklandi
Egis Körmend – Ungverjalandi
BC Rabotnicki Skopje – Makedóníu
BM SLAM STAL Ostrow – Póllandi
CSM CSU Oradea – Rúmeníu
Istanbul Büyüksehir – Tyrklandi
Trabzonspor Medicalpark – Tyrklandi
DNIPRO – Úkraínu
Sigurvegarar þessarar fyrri undankeppni munu svo fara í gegnum aðra undnkeppni, 4. og 11. október áður en að dregið verður í átta fjögurra liða riðla og leikin deildarkeppni.