Nú liggur væntanlega stjórn Tindastóls í því að velja vandlega þjálfara fyrir lið sitt það sem eftir lifir tímabils. Ekki er laust við að henda nokkrum líklegum nöfnum í "hattinn" fræga sem mögulega koma til greina sem verðandi þjálfari liðsins. Starfið vissulega spennandi þar sem að hópur lliðsins er til alls líklegur þetta árið.
Við hefjum leik á að nefna Darrel Lewis sem spilandi þjálfara liðsins. Darrel hefur verið hálfgerður leiðtogi liðsins innan vallar og því ekki laust við að hann sé augljós kostur fyrir liðið. Það gæti hinsvegar tekið á að vera spilandi þjálfari og það er vissulega ekki fyrir alla og þá þyrfti líka að finna góðan liðsstjóra til að stýra skiptingum. Af öðrum kostum þá gætu einnig verið heitir í starfið þeir Friðrik Ragnarsson og Sverrir Þór Sverrisson en Sverrir spilaði einmitt með þeim Tindastólsmönnum frá 1998 til 2000. Báðir hafa þeir verið frá þjálfun síðan þeir sögðu skilið við Grindvíkinga.
Tveir fyrrum þjálfara liðsins eru svo Valur Ingimundarson og svo hinn ofur vel klædda sjónvarpsstjarna Kristinn Friðriksson. Vissulega kostur fyrir þá þar sem þarna eru menn sem þekkja til allra króka og kima í Síkinu. Aðstoðarþjálfaranir í Reykjanesbæ, Einar Einarsson og Teitur Örlygsson gætu mögulega verið kostir sem og Pétur Már Sigurðsson aðstoðarþjálfari Stjörnumanna
Hvað svo sem verður þá á hinn sami fyrir ansi erfitt en umfram allt spennandi verkefni framundan.
Aðrir sem eru á lausu og hafa þjálfað í efstu deildum landsins sem okkur datt í hug í fljótu:
Guðjón Skúlason
Helgi Jónas Guðfinsson
Pétur R. Guðmundsson
Jón Arnar Ingvarsson
Jón Guðmundsson (Dómari)
Örvar Kristjánsson