spot_img
HomeFréttirHvergerðingar full kurteisir við gesti sína

Hvergerðingar full kurteisir við gesti sína

Hamar tók á móti Val og sýndi full mikla kurteisi gagnvart þeirra gömlum félögum Guðbjörgu Sverris og Kristrúnu Sigurjóns sem báru af á nýju parketinu síðastliðinn miðvikudag. Þær stöllur settu 40 af 93 stigum Vals og en Guðbjörg átti stórgóðan leik og stal 12 boltum og tók 13 fráköst auk sinna 23 stiga sem hún skoraði.
Staðan var jöfn í upphafi 1-1, 4-4 og svo 7-7 en eftir það tók Valur frumkvæðið og vann fyrsta leikhluta 15-19. Í rauninni vann Valur alla leikhluta og ungt lið Hamars var með of mikið af töpuðum boltum áttu og erfitt með að svara pressu Vals-kvenna. Í Hamarsliðið vantaði Sóley Guðgeirs og Álfhildi Þorsteins en í rauða búninginn vantað stórt nafn þar sem Signý Hermanns sat á bekknum.
 
Staðan í leikhlé var 28-40 og eftir 3ja leikhluta 48-67. Í byrjun 4. leikhluta sýndu heimastúlkur smá klærnar í byrjun og minnkuðu muninn í 12 stig en þá setti Ágúst þær stöllur Guðbjörgu og Kristrúnu aftur inná og munurinn varð fljótlega 20 stig og sigurinn ekki í hættu. Valur vann síðustu 7 mínúturnar með 24 stigum gegn 4 stigum Hamars kvenna og leikinn samtals 59-93.
 
Það sem einkenndi leikinn fyrst og fremst fyrir utan nýtt parketið og smá lakk-angan í húsinu var hversu mörg víti Valur fékk og skoruðu þær 28 stig úr 40 tilraunum af vítalínunni í kvöld. Ungt lið Hamars vantaði kannski smá trú á sitt ágæti en Íris Ásgeirs (með 9 stig) og Marín áttu ágætis leik en Marín skoraði 11 stig og tók 9 fráköst en fékk einnig sínar villur og endað með 5 talsins.
 
Texti og mynd/ Anton Tómasson: Á myndinni er Ragna Margrét Brynjarsdóttir á vítalínunni á nýju og glæsilegu parketi þeirra Hvergerðinga.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -