spot_img
HomeFréttirHver tekur við Haukum?

Hver tekur við Haukum?

Eins og kom fram í gær er Pétur Ingvarsson hættur með Hauka í Iceland Express deild karla. Leit að eftirmanni Péturs er hafin í Hafnarfirði og hver ræðst til starfans? Karfan.is leyfir sér að fabúlera um málið.
 
Eru þessir efstir á óskalista Hauka?
 
Borce Ilievski: Laus eftir að hann sagði starfi sínu upp með lið Tindastóls.
 
Guðjón Skúlason: Lét af þjálfun Keflavíkur að loknu síðasta tímabili.
 
Ívar Ásgrímsson: Er að þjálfa nokkra yngri flokka hjá Haukum og er aðstoðarþjálfari karlaliðs Hauka.
 
Jón Arnar Ingvarsson: Hefur ekki þjálfað í úrvalsdeid síðan hann sagði skilið við ÍR áramótin 2009-2010.
 
Bjarni Magnússon: Er þjálfari kvennaliðs Hauka.
 
Marel Örn Guðlaugsson: Hefur ekki þjálfað í úrvalsdeild en er að þjálfa yngri flokk hjá Haukum.
 
Yngvi Gunnlaugsson: Er að þjálfa einn yngri flokk hjá KR.
 
Henning Henningsson: Er að þjálfa yngri flokk hjá Haukum.
 
Jón Halldór Eðvaldsson: Hætti með kvennalið Keflavíkur að loknu síðasta tímabili eftir að hafa gert þær að Íslands- og bikarmeisturum.
 
Svo er vitanlega sá kostur opinn að enginn af ofangreindum hljóti starfann heldur einhver annar en listinn hér að ofan er örugglega ekki fjarri lagi.
 
Mynd/ Hver tekur við Haukum?
 
Fréttir
- Auglýsing -