spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHvar er bíllinn hennar Birnu?

Hvar er bíllinn hennar Birnu?

Miðherji íslenska landsliðsins og Keflavíkur Birna Valgerður Benónýsdóttir lenti í því óskemmtilega atviki að bíl hennar var stolið á dögunum.

Tilkynnir Birna fylgjendum sínum þetta á samfélagsmiðlinum Facebook.

Segir hún þar að bíl hennar af gerðinni Hyundai i20 hafi verið stolið fyrir utan Smárann um síðustu helgi. Biðlar hún til fólks um að hafa augun opin fyrir bílnum sem er steingrár og er með skráningarnúmerið HTN61, en fari svo að fólk sjái hann á það að hringja í lögregluna, 112 eða láta hana vita.

Fréttir
- Auglýsing -