spot_img
HomeFréttirHvað segja þjálfarar, leikmenn liðanna og sérfræðingar ESPN um Marsfárið

Hvað segja þjálfarar, leikmenn liðanna og sérfræðingar ESPN um Marsfárið

  • Sérfræðingar ESPN Dick Vitale og Jay Bilas spáðu fyrir hverjir þeir teldu líklegasta til að vinna titilinn þetta árið
  • Hvað segja þjálfarar Gonzaga og stjörnur NCAA fyrir mót
  • Fylgstu með frá byrjun til enda, 18. Mars til 5. Apríl, með því að stilla inn á ESPN Spilaranumhttps://bit.ly/ESPNKarfan

Þegar “Selection Sunday” fór fram komu nokkrir helstu sérfræðingar NCAA deildarinnar í umræður á ESPN þar sem rýnt var í spilin og spáð fyrir hverjir það verði sem standa eigi eftir uppúr í Marsfári þessa árs. Sérfræðingar ESPN, Seth Greenberg og LaPhonso Ellis spáðu báðir Baylor sigri á meðan að Dick Vitale og Jay Bilas hallast að því að Gonzaga klári þetta.

Vitale og Bilas um Gonzaga:

Dick Vitale: “Zags eiga góða möguleika, það held ég. Ég er tilbúinn að spá því. Þeir eiga eftir að taka einn “Bobby Knight” frá 1976. Hafa unnið alla 32 leiki sína í vetur, þeir vinna þetta mót”

Jay Bilas: Ég er ekki viss um að þetta sé besta lið sem Mark Few hafi verið með. 2017 liðið sem hann fór með í úrslit gegn Norður Karólínu var mögulega sterkara. Þetta er þó besta sóknarliðið sem hann hefur verið með. Þetta er algjörlega frábært sóknarlið. Það er ekkert lið sem er með betri þrennu en þeir hafa í Suggs, Kispert og Timmie”

“Ég kann að meta mótherja Gonzaga. Þetta er fyrsta mótið síðan 1976 sem Duke og Kentucky eru ekki með, ogf þá voru það Indiana sem fóru 32-0, sem er síðasta taplausa liðið áður en Gonzaga gerði það núna. Versta mótherjann eru Oklahoma State með”

Í viðtölum við fjölmiðla fyrir mótið höfðu leikmenn og þjálfarar þetta að segja um undirbúninginn fyrir Marsfárið.

Þjálfari Gonzaga Mark Few um hversu merkilegt tímabil þeir hafa átt:

“Veit ekki hversu merkilegt þetta er. Get ekki skilið á milli hversu kappsamt liðið er og hversu kappsamur ég er, en tel mig nokkuð góðan í að finna réttu sjónarhornin. Það sem við höfum gert hingað til í ár finnst mér frábært, að vera ósigraðir 14. Mars, brjálæði. Tala nú ekki um í ljósi aðstæðna. Við vorum með númer 1 skotmarkið á bakinu allt tímabilið. Finnst þetta ákveðið afrek. Að því sögðu, þá ætlum við að vinna þennan titil. Þurfum hinsvegar að vera klárir í alla leiki og spila virkilega, virkilega, virkilega vel. Við munum fagna öllum leikjum unnum og reyna að halda athygli. Verður áhugavert að eiga við að gera þetta andlega í búbblunni”

Jared Butler bakvörður Baylor um undirbúninginn fyrir mótið:

“Að spila í Big 12 undirbjó okkur virkilega vel fyrir mótið. Nú eru þetta leikir leikmanna, þar sem að ekki allar villur verða kallaðar, fyrir utan það þá eru mörg góð lið þarna. Nú er að duga eða drepast, vinna eða fara heim körfubolti. Það voru ófáar orrusturnar til að komast í mótið og nokkrar fleiri eftir”

Miðherji Iowa Luke Garza um undirbúninginn fyrir mótið:

“Við munum koma fram við mótið líkt og við höfum komið fram við leiki vetrarins, þar sem við höfum passað upp á að einbeita okkur að okkar leik. Við munum loka okkur af, í einangrun og horfa á upptökur af Grand Canyon, svo tökum við góðan liðsfund og undirbúum okkur fyrir leikinn”

Enn frekar sagði Garza um Grand Canyon…

“Um leið og við heyrðum nafnið þeirra kallað tókum við allir upp símana til þess að skoða tölfræði þeirra og fleira. Sjálfsögðu frábært fyrir þá að hafa unnið tímabilið og úrslitakeppnina í WAC. Við vitum að við erum að fara að spila við gott lið. Þeir unnu Nevada, sem einnig eru gott lið sem stóðu sig vel gegn Arizona fyrr á tímabilinu. Við erum spenntir, en vitum að við erum að fara að mæta frábæru liði”

Bakvörður Illinois Ayo Dosunmu um hvað væri mikilvægast í undirbúningi þeirra fyrir móti NCAA:

“Mikilvægast er að taka einn leik í einu, en að horfa ekki niður veginn, bara hverja við spilum við næst. Einbeitum okkur að næsta mótherja og ekki taka neinu sjálfsögðu. Annaðhvort vinnur þú, eða ferð heim. Mér líður eins og þegar við höfum það að leiðarljósi, þá eigum við góða leiki.”

Marsfárið mætir loksins aftur í ár eftir að hafa verið aflýst á síðasta ári. Náðu Dosunmu og félögum í fyrstu umferðar viðureign sinni gegn Drexel (sjá fyrir neðan) Ungur leikmaður sem mun án alls vafa reyna að spila vel til þess að ná athygli fyrir nýliðaval NBA deildarinnar.

Valdar fyrstu umferðar viðureignir:

Náðu öllum leikjum Marsfársins með ESPN spilaranum, 18. Mars til 5. Apríl – https://bit.ly/ESPNKarfan

Nýjum áskriftum fylgir 7 daga prufa!

  • ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
  • Mánuðirinn kosta aðeins 1549 kr.
  • Marsfárið er frá 18. Mars til 5. Apríl og þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér https://bit.ly/ESPNKarfan
  • Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
  • Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
  • Skilmálar gilda
Fréttir
- Auglýsing -