spot_img
HomeFréttirHúni Húnfjörð til liðs við ÍR

Húni Húnfjörð til liðs við ÍR

 
ÍR hefur fegnið liðsauka fyrir átök vetrarins í Iceland Express deild karla. Húni Húnfjörð klæðist nú ÍR búningnum að nýju en hann var á síðasta tímabili á mála hjá Ármenningum þar sem hann gerði 9,2 stig og tók 7,2 fráköst að meðaltali í leik.
Húni er 200sm. að hæð og mun vafalítið nýtast vel í ÍR teignum við hlið Kristins Jónassonar og Nemanja Sovic.
 
Mynd/ Tomasz Kolodziejski – Húni til varnar með Ármenningum gegn Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð.
 
Fréttir
- Auglýsing -