spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHulda Björk með Grindavík til 2024

Hulda Björk með Grindavík til 2024

Grindavík hefur framlengt samningi sínum við Huldu Björk Ólafsdóttur til næstu tveggja tímabila, eða til ársins 2024.

Hulda átti frábæra innkomu í Subway deildina fyrir nýliða Grindavíkur á tímabilinu sem var að klárast, skilaði 10 stigum að meðaltali í leik, en hún var á lokahófi félagsins valin mikilvægasti leikmaður liðsins.

Grindavík hafnaði í 6. sæti Subway deildar kvenna á sínu fyrsta tímabili aftur í deildinni og unnu marga góða sigra á tímabilinu þrátt fyrir að vera eilítið frá sæti í úrslitakeppninni.

Tilkynning:

Hulda Björk Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun leik áfram með liðinu út næstu tvö keppnistímabil.
Hulda Björk átti mjög gott tímabil með Grindavík í vetur og var valin mikilvægasti leikmaður tímabilsins hjá kvennaliði Grindavíkur á tímabilinu.
Hulda var með 10,1 stig að meðaltali í vetur og tók miklum framförum. Það er mikið gleðiefni að Hulda verði áfram hjá Grindavík næstu árin.

Fréttir
- Auglýsing -