Hólmarar hafa fengið liðsstyrk í kvennaboltanum en Hugrún Eva Valdimarsdóttir hefur ákveðið að leika með Snæfell á næstu leiktíð. Hugrún Eva mun styrkja lið Hólmara undir körfunni en liðið mun tefla fram nokkuð breyttu liði á næstu leiktíð.
Hugrún mun áfram búa í Reykjavík og æfa með Fjölni að hluta til en leika með Snæfell.