Fyrsta keppnisdegi á EuroBasket 2013 er lokið og er óhætt að segja að nokkuð hafi verið um óvænt úrslit. Dagurinn hófst með sigri Breta gegn Ísraelum og þá hafði Finnland sigur á Tyrkjum. Nú síðdegis og í kvöld voru það Spánverjar sem rassskelltu Króata, Þýskaland vann Frakkland og Ítalir komu nokkuð á óvart og lögðu Rússa 76-69.
Svartfellingar og Makedónar buðu upp á hjartastyrkjandi slag sem lauk með 81-80 sigri Svartfellinga. Tyrese Rice gerði sigurstig Svartfellinga í leiknum þegar 10 sekúndur lifðu leiks en þetta voru vítaskot. Makedónar áttu því kost á að stela sigrinum þegar Bo McCalebb keyrði að körfuni en skotið geigaði sem og tilraun Chekovski til þess að blaka boltanum ofaní eftir skot McCalleb.
Úrslit dagsins á EuroBasket
Bretland 75-71 Ísrael
Bosnía og Hersegóvína 75-86 Lettland
Pólland 67-84 Georgía
Finnland 61-55 Tyrkland
Úkraína 58-57 Belgía
Svartfjallaland 81-80 Makedónía
Króatía 40-68 Spánn
Grikkland 79-51 Svíþjóð
Þýskaland 80-74 Frakkland
Litháen 56-63 Serbía
Slóvenía 62-60 Tékkland
Ítalía 76-69 Rússland
Mynd/ FIBA Europe: Svartfellingar fögnuðu vel og innilega naumum sigri sínum gegn Makedóníu í dag.