spot_img
HomeFréttirHreggviður: Allt að smella núna

Hreggviður: Allt að smella núna

12:00
{mosimage}

(Hreggviður í leiknum gegn Njarðvík í gær) 

Mikið fór fyrir Hreggviði Magnússyni í liði ÍR í gærkvöldi þegar Njarðvíkingar lágu í Seljaskóla. Hreggviður var kaldur framan af leik en hrökk í gírinn á lokasprettinum og leiddi sína menn í ÍR til sigurs gegn Njarðvík sem hafa verið heitir upp á síðkastið en fengu snöggkælingu í gær. 

,,Við áttum mjög dapra helgi um daginn þegar við töpuðum gegn Tindastól og svo Skallagrím í bikarnum og þetta er búið að vera erfitt að undanförnu en okkur fannst við vera að spila vel um daginn og þá sérstaklega á móti Skallagrím en þeir hittu mjög vel í þeim leik. Við höfum átt mjög góðar æfingar að undanförnu og það skilaði þessum sigri gegn Njarðvík,” sagði Hreggviður í samtali við Karfan.is eftir leik í gær en hann gerði 24 stig í leiknum.  

,,Í okkar liði eru frábærir einstaklingar en það sem hefur verið erfitt er að það hefur vantað að smyrja hjólin og fá leiki þar sem liðið er að spila vel sem heild og núna höfum við verið að vinna markvisst í þessum hlutum sem skilaði þessum góða sigri.” 

ÍR hafði betur í frákastabaráttunni í gær og átti hún töluverðan þátt í sigrinum:,,Við höfum bætt okkur mikið í frákastabaráttunni og við erum með sterkan heimavöll. Við erum búnir að tapa allt of mörgum leikjum sem okkur hefur fundist að við ættum að vinna en þetta er allt að smella núna og við tökum endasprettinn af miklum krafti,” sagði Hreggviður en næsti deildarleikur ÍR er gegn Skallagrím á útivelli næstkomandi sunnudag. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -