spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHrefna og Ásgerður semja við Þór Akureyri - Daníel Andri "Svona stórt...

Hrefna og Ásgerður semja við Þór Akureyri – Daníel Andri “Svona stórt og flott félag á að tefla fram liði í báðum deildum”

Þór Akureyri mun á næsta tímabili tefla fram meistaraflokki kvenna á nýjan leik í fyrstu deildinni. Tilkynnti félagið nú fyrir helgina fyrstu tvo leikmenn liðsins þær Hrefnu Ottósdóttur og Ásgerði Jönu Ágústsdóttur. Hrefna er 19 ára bakvörður sem áður hefur leikið með meistaraflokki félagsins, ásamt því að hafa verið hluti af yngri landsliðum Íslands. Ásgerður Jana er 26 ára framherji sem einnig lék með liðinu síðast þegar að meistaraflokkurinn var starfræktur, 2018-19, en þá skilaði hún 15 stigum að meðaltali í leik.

Daníel Andri Halldórsson þjálfari Þórs hafði þetta að segja þegar að leikmennirnir skrifuðu undir samninga nú fyrir helgi:

Tilkynning:

Hrefna Ottósdóttir og Ásgerður Jana Ágústsdóttir hafa nú undirritað samning við Körfuknattleiksdeild Þórs um að leika með liðinu á komandi tímabili. Hrefna og Jana eru fyrstu leikmennirnir sem ganga til liðs við félagið eftir tveggja ára fjarveru liðsins í keppni.

Í viðtali hér að neðan segir Daníel Andri að á næstu dögum verði samið við fleiri leikmenn og þar séu á ferð mjög áhugaverðir kostir en ekki sé tímabært að upplýsa hver þeir eru. Daníel kveðst vera mjög spenntur fyrir verkefninu og segir klárt að Þór mæti með sterkt lið til leiks á komandi tímabili.

Hrefna Ottósdóttir 19 ára bakvörður.
Þótt Hrefna sé enn bara 19 ára býr hún yfir mikilli reynslu enda var hún farin að spila með meistaraflokki á fermingarárinu. Hrefna spilaði leik t.d. sama dag og hún fermdist sá dagur byrjaði á fermingu svo var tekinn leikur í 1. deildinni og svo fermingarveisla. Á síðasta tímabili sem Hrefna spilaði með Þór veturinn 2018-2019 spilaði hún stórt hlutverk í liðinu. Meðaltal Hrefnu í 18 leikjum í deildinni var 37:04 spilaðar mínútur, 6.5 fráköst 3,1 stoðsending og 15.1 stig. Hrefna var þriðja stigahæst í liði Þórs þetta tímabil. Hrefna var valinn efnilegust hjá Þór á lokahófi tímabilið 2018-2019. Hrefna á að baki rúmlega 20 landsleiki með U15 og U16.

Ásgerður Jana Ágústsdóttir 25 ára framherji.
Fyrsta og eina tímabilið sem Jana hefur spilað með meistaraflokki var 2018-2019 og þar kom hún afar sterk inn. Í sextán leikjum var meðaltalið hennar 16.51 spilaðar mínútur 5,9 fráköst 0.8 stoðsendingar og 3.5 stig. Bærileg frumraun hjá Jönu. Þótt Jana eigi ekki langan feril að baki í körfubolta sést á tölfræðinni að þarna er á ferð öflugur leikmaður sem lætur verkin tala innan vallar.

Óskum þeim Hrefnu og Jönu til hamingju með samningana og hlökkum til þess að sjá þær á parketinu á komandi tímabili.

Fréttir
- Auglýsing -