spot_img
HomeFréttirHrannar ósigraður

Hrannar ósigraður

Það er ekki bara í dönsku karladeildinni sem Íslendingar eiga fulltrúa. Í Dameligaen er Hrannar Hólm að þjálfa topplið SISU. Þær heimsóttu Amager um helgina og unnu 70-56.
 
Eins og menn rekur eflaust í minni tók Hrannar við liðinu síðasta vetur og var í lok tímabilsins valinn þjálfari ársins. Liðið endaði rétt ofan við miðja deild en í vetur hefur liðið farið á kostum og ekki tapað leik og hafa verið leiknar sjö umferðir.

Þess má geta að meðal leikmanna SISU er fyrrum leikmaður Hauka, Kiki Lund.

runar@karfan.is

Mynd: www.dameligaen.dk

 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -