spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHrafn Kristjánsson leggur spjaldið á hilluna

Hrafn Kristjánsson leggur spjaldið á hilluna

Hrafn Kristjánsson þjálfari Álftanes í fyrstu deild karla tilkynnti það í gær að hann hefði lagt spjaldið á hilluna, en lið hans tapaði fyrir Hetti í úrslitum um sæti í Subway deildinni á dögunum.

Líkt og Hrafn fer yfir í færslu sinni á samfélagsmiðlum spannar ferill hans bæði sem leikmaður og þjálfari síðustu 37 árin, en af þeim hefur hann verið þjálfari síðustu 30 ár. Sem leikmaður eða þjálfari starfaði hann fyrir KR, KFÍ, Laugdæli, Hamar, Þór Akureyri, Breiðablik, Stjörnuna og Álftanes.

Sem leikmaður vann hann Íslandsmeistaratitil með uppeldisfélagi sínu í KR 1990 og í tvígang vann hann fyrstu deildina með liði KFÍ 1996 og 2003, þar sem í annað skiptið hann var í úrvalsliði fyrstu deildarinnar.

Sem þjálfari náði hann einnig að gera KR að Íslands og bikarmeisturum 2011 þar sem hann var svo seinna kosinn þjálfari ársins og þá vann hann bikarinn tvisvar með liði Stjörnunnar, 2011 og 2015. Þá vann hann einnig deildarbikarinn með Stjörnunni 2016. Fyrir það hafði hann einnig unnið fyrstu deildina í þrígang, með KFÍ árið 2003 og Þór Akureyri bæði árið 2005 og 2007. Einnig tókst honum að vinna aðra deildina sem þjálfari Álftanes árið 2019.

Karfan vill nota tækifærið og hrósa honum fyrir góðan feril og óska honum velfarnaðar í því sem að hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Fréttir
- Auglýsing -