spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaHöttur vann í Frystikistunni

Höttur vann í Frystikistunni

Nýliðar Hamars tóku á móti Hetti í Subway deild karla í gærkvöldi. Hamarsmenn voru án sigurs fyrir leik og freistuðu þess að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild í yfir áratug, á meðan Höttur höfðu unnið tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum.

Jafnræði var með liðunum fyrsta einn og hálfa fjórðunginn, en um miðbik annars leikhluta skildi á milli. Gestirnir komust þá í 10 stiga forystu með áhlaupi, og héldu henni út leikinn. Heimamenn náðu mest að minnka muninn niður í fimm stig þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum, en nær komust þeir ekki. Lokatölur 102-109 sigur gestanna.

Maurice Creek var stigahæstur Hvergerðinga í leiknum með 31 stig, en hjá Hetti var Deontay Buskey með 23 stig.

Fréttir
- Auglýsing -