Höttur lagði Hrunamenn í kvöld á Egilsstöðum í fyrstu deild karla, 111-86.
Eftir leikinn er Höttur í efsta sæti deildarinnar með 30 stig á meðan að Hrunamenn eru í 8. sætinu með 12 stig.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var sigur heimamanna nokkuð öruggur í kvöld. Mikið jafnræði var þó á með liðunum í upphafi leiks, þar sem aðeins einu stigi munaði á þeim eftir fyrsta leikhluta, 26-27. Undir lok fyrri hálfleiksins ná heimamenn þó að vera skrefinu á undan og leiða með 9 stigum þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 52-43.
Í upphafi seinni hálfleiksins ná þeir svo enn að bæta við forystu sína og eru komnir 16 stigum yfir fyrir þann fjórða, 83-67. Í lokaleikhlutanum sigla þeir svo nokkuð öruggum 25 stiga sigur í höfn, 111-86.
Atkvæðamestur í liði Hattar í kvöld var Timothy Guers með 20 stig og 6 fráköst. Fyrir Hrunamenn var Kent Hanson atkvæðamestur með 22 stig og 8 fráköst.
Höttur: Timothy Guers 20/6 fráköst/5 stolnir, Sigmar Hákonarson 16, Matej Karlovic 13/6 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 13, Arturo Fernandez Rodriguez 13/7 fráköst, Juan Luis Navarro 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Brynjar Snaer Gretarsson 9, Matija Jokic 8/8 fráköst, David Guardia Ramos 5/14 fráköst, Sævar Elí Jóhannsson 2, Jóhann Gunnar Einarsson 0, Sigurjón Trausti G. Hjarðar 0.
Hrunamenn: Kent David Hanson 22/8 fráköst, Clayton Riggs Ladine 21/5 fráköst/7 stoðsendingar, Karlo Lebo 16/6 fráköst, Eyþór Orri Árnason 11, Yngvi Freyr Óskarsson 7, Dagur Úlfarsson 4, Kristófer Tjörvi Einarsson 3/7 fráköst, Páll Magnús Unnsteinsson 2, Óðinn Freyr Árnason 0.
Umfjöllun, viðtöl / Pétur Guðmundsson