spot_img
HomeFréttirHöttur lagði deildarmeistara Vals í fyrsta úrslitakeppnisleik sögunnar á Egilsstöðum

Höttur lagði deildarmeistara Vals í fyrsta úrslitakeppnisleik sögunnar á Egilsstöðum

Höttur lagði Val í kvöld í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum Subway deildar karla. Með sigrinum jafnaði Höttur einvígið 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslitin.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins ekkert sérstaklega jafn eða spennandi. Heimamenn í Hetti leiddu frá fyrstu mínútum leiksins til loka hans, með 14 stigum í hálfleik og mest með rúmlega 20 stigum í seinni hálfleiknum. Undir lokin ná gestirnir aðeins að klóra í bakkann, en niðurstaðan var að lokum var nokkuð öruggur 7 stiga sigur Hattar, 84-77.

Atkvæðamestur fyrir Hött í leiknum var Deontaye Buskey með 23 stig og 3 fráköst. Fyrir Val var Taiwo Badmus bestur með 23 stig og 14 fráköst.

Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem Höttur leikur á heimavelli sínum á Egilsstöðum í úrslitakeppninni, en þeir eru nú með í henni í fyrsta skipti í sögu félagsins. Sigurinn nokkuð sterkur fyrir þær sakir, en einnig þær að nú fer einvígið aftur til Reykjavíkur þar sem liðin munu mætast í leik þrjú á fimmtudaginn og hvernig sem fer þá, þá verður alltaf annar leikur á Egilsstöðum í leik fjögur.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -