spot_img
HomeFréttirHöttur í sumarfrí eftir hetjulega baráttu gegn deildarmeisturum Vals

Höttur í sumarfrí eftir hetjulega baráttu gegn deildarmeisturum Vals

Deildarmeistarar Vals voru í kvöld annað liðið til þess að tryggja sig áfram í undanúrslit Subway deildar karla er liðið lagði Hött á Egilsstöðum í fjórða leik einvígis liðanna. Höttur er því úr leik, en Valur bíður niðurstöðu annarra til þess að vita hverjum þeir mæta í undanúrslitunum.

Valur var með góð tök á leiknum frá fyrstu mínútu, þar sem þeir leiddu með 13 eftir fyrsta leikhluta, 15-28 og 14 þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 33-47. Í upphafi seinni hálfleiksins hefur Valur enn þægilega forystu, þar sem þeir fara mest með hana í 20 stig, en munurinn fyrir lokaleikhlutann er 14 stig, 63-77. Í honum nær Höttur ágætis áhlaupi, þar sem munurinn fer niður í tvö stig þegar aðeins mínúta er eftir, 83-85 og ná þeir í framhaldi að jafna leikinn 85-85 þegar um 40 sekúndur eru eftir. Leikurinn helst svo jafn út venjulegan leiktíma, 87-87.

Í framlengingunni er Valur betri aðilinn. Eru nokkuð snöggir að komast einni til tveimur körfum á undan og klára leikinn svo á nokkuð öruggan hátt, 97-103.

Atkvæðamestur fyrir Val í leik kvöldsins var Justas Tamulis með 32 stig og Kristófer Acox skilaði 17 stigum, 18 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Fyrir Hött var Deontaye Buskey atkvæðamestur með 29 stig og 8 fráköst. Honum næstur var Nemanja Knezevic með 16 stig og 15 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -