22:22
{mosimage}
Höttur féll í dag úr 1. deild karla í körfuknattleik þegar liðið tapaði 94-80 fyrir Ármanni í Íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Ármenningar voru miklu betri í fyrsta leikhluta og náðu þar með 17 stiga forskoti, 22-7. Gestirnir spiluðu illa, voru hræddir, nýttu færi sín illa og sjálfstraustið virtist ekkert. Þeir minnkuðu muninn samt í 26-13 fyrir lok fjórðungins. Þeir bitu betur frá sér í næsta leikhluta, leiddir áfram af Bayo Arigbon sem braust ítrekað í gegnum vörn Ármanns og ýmist skoraði eða vann víti. Í hálfleik var staðan 46-36. Ármenningar héldu samt Hattarmönnum í þægilegri fjarlægð, um tíu stigum og bættu síðan við. Sveinbjörn Skúlason tognaði aftan í læri og varð að fara út af og Ragnar Óskarsson fór í burtu í fússi eftir dapran þriðjan leikhluta. Staðan í lok hans var 72-56. Undir lok leikhlutans fóru Ármenningar að keyra skyndisóknir af miklum móð, þar sem Gunnlaugur Elsuson negldi boltanum fram, að hætti Ólafs Stefánssonar eða leikstjórnanda í NFL, gjarnan á Svein Björnsson sem var fremstur og kláraði einföld færin.
Gunnar Gunnarsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}