spot_img
HomeFréttirHorsens skrefi nær úrslitakeppninni

Horsens skrefi nær úrslitakeppninni

Horsens IC vann mikilvægan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar þeir lögðu Randers Cimbria 92-86. Þar með er Horsens komið í 12 stig í 7. sæti deildarinnar. Sigurður Einarsson og Halldór Karlsson léku báðir með Horsens í kvöld en komust hvorugur á stigaskorslistann.

 
Sigurður lék í 15 mínútur og skaut 3 skotum en hitti ekki úr neinu auk þess tók hann 2 fráköst. Halldór spilaði í 7 mínútur án þess að skjóta, tók 2 fráköst og stal 2 boltum.

Næsti leikur Horsens er útileikur gegn Guðna Valentínussyni og félögum í Bakken Bears og má reikna með Björnunum grimmum í þeim leik eftir tapið gegn Åbyhøj í gær.

[email protected]

Mynd tekin af Facebook

Fréttir
- Auglýsing -