spot_img
HomeFréttirHörmung í Staples Center: Tveggja ára barn lést

Hörmung í Staples Center: Tveggja ára barn lést

 
Smábarn lést á sunnudag í Staples Center skömmu eftir viðureign Lakers og Golden State Warriors þegar það féll úr lúxus-stúku í húsinu. Barnið sem hét Lucas Anthony Tang var að taka myndir með fjölskyldu sinni í lúxus-stúkunni þegar hann féll úr henni. Að sögn lögrelumanns sem vinnur að rannsókn málsins komst barnið yfir glervegg í lúxus-stúkunni og féll niður í áhorfendasætin fyrir neðan.
Talið er að fallið hafi verið á milli 25-50 fet eða um 7,5-15,5 metrar. Dánarorsök hefur enn ekki verið gefin út en barnið hlaut mikla áverka á höfði við fallið. Samkvæmt einum talsmanna í Staples Center höfðu vitni séð barnið hreyfa hendur, fætur og höfuð þegar það var flutt í sjúkrabíl en Lucas Anthony Tang lést síðar um daginn á sjúkrahúsi.
 
Ljósmynd/ Hörmungaratburður átti sér stað síðasta sunnudag á einum frægasta körfuboltavelli heims. Hér sjást nokkrar af lúxus-stúkunum í Staples Center.
 
Fréttir
- Auglýsing -