spot_img
HomeFréttirHörkuleikur hjá Kobba og Hlyn í kvöld

Hörkuleikur hjá Kobba og Hlyn í kvöld

 
Í kvöld fara fram tveir leikir í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknatlleik þar sem félagarnir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Elías Bæringsson verða í eldlínunni með Sundsvall Dragons þegar liðið mætir LF Basket á útivelli.
LF Basket er í 3. sæti deildarinnar með 10 stig, sæti ofar en Sundsvall sem geta jafnað gestgjafa sína að stigum með sigri í kvöld.
 
Á fimmtudaginn síðastliðinn voru Logi Gunnarsson og Helgi Magnússon með fastreimaða skónna er bæði lið lönduðu góðum sigrum. Logi var við sama heygarðshornið og setti 21 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í 63-92 útisigri Solna Vikings gegn Jamtland Basket.
 
Þá var Helgi Már Magússon með 19 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar þegar Uppsala Basket hafði betur gegn ecoÖrebro á heimavelli 88-85.

Ljósmynd/ Þorsteinn Eyþórsson: Hlynur með ,,blingið" frá síðustu leiktíð. Hann og Kobbi hafa í mörg horn að líta í kvöld.

 
Fréttir
- Auglýsing -