spot_img
HomeFréttirHörður með Keflavík gegn Haukum

Hörður með Keflavík gegn Haukum

 

Einhverjar vangaveltur hafa verið uppi um hvort að nýr leikmaður Keflavíkur, Hörður Axel Vilhjálmsson, fái að vera með liðinu fyrir áramót í ljósi þess að félagaskiptagluggi fyrir leikmenn rann út 15. nóvember og voru skiptin ekki kynnt fyrr en eftir það. Ástæðan fyrir þessu ku vera sú að í reglugerð FIBA varðandi leikmannaskipti felist sú klásúla að fyrra lið hafi 7 daga til þess að skila bréfi til KKÍ varðandi félagaskiptin. Ef að verðandi félag, sem í þessu tilviki var Keflavík, var búið að sækja um félagaskipti fyrir leikmanninn áður en að fresturinn rann út, er leikmaðurinn löglegur um leið og, og ef að þetta fyrra félag, Limburg í þessu tilviki, skilar áðurnefndu bréfi innan tiltekins tíma.

 

Þetta virðist alltsaman hafa gengið upp í þessu tilviki og er Hörður þá kominn með leikheimild og mun líklega (ef að þjálfari liðsins telur hann komast í liðið) spila með Keflavík gegn Haukum komandi föstudag í 8. umferð Dominos deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -