13:27
{mosimage}
Hörður Axel Vilhjálmsson, 19 ára bakvörður úr Fjölni, er farinn til reynslu hjá ítalska stórliðinu Vidivici Bologna, en Hörður dvelur í fimm daga hjá liðinu sem er eitt það virtasta í ítalska körfuboltanum. Frá þessu er greint á www.visir.is
Með Bologna leika nú meðal annars Travis Best, fyrrum leikmaður Indiana Pacers í NBA, og Daninn Christian Drejer. Hörður lék á Spáni fyrri hluta tímabilsins en kom heim um áramótin og hjálpaði Fjölnismönnum að bjarga sér frá falli úr Iceland Express deild karla.
Bologna er sem stendur á fullu í úrslitakeppninni en liðið endaði í 3. sæti í deildinni, einu sæti ofar en Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma.
Fréttablaðið í dag – www.visir.is
Mynd: Jóel Árnason